Bóndadagsblíðan

Það stóð ekki á mér að dekra við manninn á Bóndadaginn. Hann fékk alls kyns gjafir, matreiðslubók og svuntu… ásamt einhverju fatakyns svona til þess að þetta yrði ekki allt skilaboð í sömu áttina. Og beauty-ið við þessi árans próf í janúar er að það er hægt að vera býsna laus við á þessum degi. Föstudagurinn var meira að segja laflaus því ég var búin að öllu sem bráðlá á. En nei, ekki dugði það til. Bóndinn nældi sér í magapest og var svo veikur að ég flúði úr rúmi svo aðfaranótt Bóndadags eyddum við sundur og eðli málsins vegna var engin bakarísferð að morgni, hvað þá kaffihúsaferð seinni partinn eða Halastjarnan að kvöldi. Þegar maturinn bregst þá fer allur ljóminn af deginum. Ég neyddist til að hrista eitthvað gómsætt en auðmeltanlegt fram úr erminni á föstudagskvöldið og var reyndar óvenju hjúkkuleg allan daginn því þetta element hefur alveg misfarist þegar ég var sköpuð. En sem sagt – frekar mikill flopp dagur. Okkur til huggunar frestaði ég Halastjörnunni um eina viku, ég vona að bóndinn verði farinn að bera barr sitt almennilega þá.

En listinn góði já. Ég sé að ég þarf að gera svona ársskýrslu, náði ég einhverjum markmiðum, eru markmið nýs árs óbreytt og svo framvegis… Ég þarf aðeins að velta mér upp úr þessu áður en ég birti skýrsluna.

10 replies on “Bóndadagsblíðan”

 1. Iss…þú dekrar bara við bóndann á Valentínusardaginn í staðinn. Vonandi er hann búinn að ná heilsu. Ég bíð spennt eftir listanum góða 🙂

 2. Æjæj
  Ekki fór bóndadagurinn hjá ykkur vel. Vona að næsta helgi verði glimmrandi góð.

  Ég er voða spennt að heyra hverjir þetta eru sem eru á þessum lista..hihi.

  Hér kemur gisk frá mér.

  George Clooney (skot síðan ER var upp á sitt besta)
  George Michael
  Þengill (úr Ísfólkinu)
  Viggo Mortensen og
  Johnny Logan

  Þú ættir kannski að hafa getraun 🙂
  sá sem hefur flest rétt svör eftir vikuna fær VEGLEG verðlaun 🙂 hi hi.

  Bestu kveðjur úr vorinu

 3. 🙂 svaka góð gisk Dagný. Getraun er eiginlega út úr myndinni því glöggir munu fletta upp á júní 2004 á blogginu mínu og lesa sér til. Hins vegar er auðvitað hugmynd að hafa ágiskun á lausa sætinu hans Heaths…

 4. Ég er greinilega ekki mjög glögg, því ég fann þetta ekki. Sjálfsmynd mín er í rúst.

 5. Ég er nú frekar ánægð með giskið mitt :). Fattaði ekkert að grufla í gömlum færslum.
  Ég var mikið að hugsa um að ég yrði nú eiginlega að hafa 2 dani á þessum lista en datt bara Kim Larsen í hug 🙁

 6. OK! Búin að finna gamla listann (sjálfsmyndin þó ennþá í rúst)og mín skoðun er sú að það vanti tilfinnanlega Íslending á hann. Var samband þitt við Nýdanska algjörlega platónskt?

 7. Það var sem sagt aðallega af tillitssemi við eiginmanninn já, að Íslendingar voru útilokaðir frá listanum. Engar æskuástir semsé sem gátu fengið uppreisn… æru…

Comments are closed.