Sorgardagur

Las í Mogganum fréttir af andláti vinar míns Heath Ledger. Er enn í sjokki, maðurinn var jú practically elskhugi minn, eða þannig sko. Hann var nefnilega fulltrúi ungu kynslóðarinnar á hjásvæfulistanum mínum góða frá 2004.

„Jæja, dagurinn í dag er aldeilis merkisdagur. Nú er karlalistinn minn nefnilega líka fullbúinn. Ég lá í gærkvöldi, áður en ég fór að sofa og hugsaði málin vel og vandlega (þetta er áhrifaríkara en að telja kindur). Þá mundi ég skyndilega eftir einum sem á svo innilega heima á listanum. Hann er sá yngsti sem fær inn á hann að þessu sinni (þó ég eigi að heita að vera fyrir yngri karlmenn.) Heath Ledger heitir þessi góði piltur. Hann er 25 ára og ekkert smá heitur. Úhh. Verðskuldað pláss á listanum.“

Það er ljóst að listinn verður ekki samur eftir að Heath er farinn. Það er ekki hlaupið að því að finna nýjan og verðskuldaðan wannabe elskhuga.

Elsku Heath. Leiðir okkar lágu ekki saman að þessu sinni. Vonandi rætist úr því síðar. Þín wannabe ástkona, Hafdís