Sorgardagur

Las í Mogganum fréttir af andláti vinar míns Heath Ledger. Er enn í sjokki, maðurinn var jú practically elskhugi minn, eða þannig sko. Hann var nefnilega fulltrúi ungu kynslóðarinnar á hjásvæfulistanum mínum góða frá 2004.

„Jæja, dagurinn í dag er aldeilis merkisdagur. Nú er karlalistinn minn nefnilega líka fullbúinn. Ég lá í gærkvöldi, áður en ég fór að sofa og hugsaði málin vel og vandlega (þetta er áhrifaríkara en að telja kindur). Þá mundi ég skyndilega eftir einum sem á svo innilega heima á listanum. Hann er sá yngsti sem fær inn á hann að þessu sinni (þó ég eigi að heita að vera fyrir yngri karlmenn.) Heath Ledger heitir þessi góði piltur. Hann er 25 ára og ekkert smá heitur. Úhh. Verðskuldað pláss á listanum.“

Það er ljóst að listinn verður ekki samur eftir að Heath er farinn. Það er ekki hlaupið að því að finna nýjan og verðskuldaðan wannabe elskhuga.

Elsku Heath. Leiðir okkar lágu ekki saman að þessu sinni. Vonandi rætist úr því síðar. Þín wannabe ástkona, Hafdís

3 replies on “Sorgardagur”

  1. Fékk líka sjokk, er varla að ná þessu. Maðurinn var einn af þeim fáu af ungu kynslóðinni sem eru eitthvað álitlegir.

  2. Samúðarkveðjur til okkar allra en enn og aftur erum við minnt á að það er ekki svo slæmt að vera bara nobody. Annars er ég dálítið forvitin að sjá hjásvæfulistann frá 2004 í heild sinni ásamt árangurstengingu. Auk þess ættirðu að birta nýjan lista gerðan 2008 og þá gætum við séð hvernig hjásvæfusmekkur þinn hefur þróast og þroskast. Ég ætla að búa mér til svona lista. Hvað á maður að hafa marga kandidata?

  3. Ég er jafnvel að hugsa um að búa mér líka til svona lista eins og þið Ross eigið 🙂
    Er þinn listi plastaður?

    Finnst nú algjört möst að sjá hin nöfnin á þessum lista hjá þér. Koma svo 🙂

Comments are closed.