Dúndurdekur

Konudagurinn var tekinn alla leið í gær. Fyrst fékk ég að sofa til 10. Afar góð byrjun á deginum. Síðan fékk ég kaffi og pakka í rúmið og fljótlega upp úr því nýbakaðar bollur. Ég fékk fína pakka. Heilt sett af fötum, nærföt, flónelsnáttbuxur, náttpeysu og svona ofurmjúka sokka – þið sem hafið séð svoleiðis, þetta eru þessir fussy …

Dagurinn fór síðan að nokkru leyti í heimsóknir en dekrið hélt síðan áfram um kvöldmat þegar Mummi töfraði fram lambaprime með spínatkartöflustöppu 🙂 og alveg unaðslegt rauðvín með. Reyndar fékk Sóley að velja flösku og hún tók fram eitthvað ofur – eitt þrettán ára, svo mjúkt og gott enda fór flaskan sú, við sem erum alls ekki vön að klára heila léttvín saman. Fékk að lokum súkkulaðiköku yfir Forbrydelsen, ekki ónýt blanda … 😉