Það var stemming í vinnunni í dag, allir lukkulegir með gærdaginn. Jónas lagður í einelti að eigin sögn, fékk nefnilega viðurnefnið El Ninjo… 🙂 Ég fór í fegrunaraðgerðirnar tvær í dag til að vera við öllu búin eftir helgina. Nú er ég með öllu styttra hár, enda var það svo sem farið að þvælast ansi mikið fyrir mér, nánast trufla svefn því ég lá alltaf svo asnalega á því. Og með fagurlega mótaðar brúnir, eins og venjulega ansi hvöss svona á fyrsta degi en það ætti þá amk að vera búið að jafna sig. Vinnufélagar mínir hafa líka farið í aðgerðir, þrátt fyrir stór orð en sennilega erum við nýgræðingarnir spenntastir. Það getur bara endað illa.