Gærdagurinn var vellukkaður. Troðfullt hús af fólki, gestir voru samtals 20 en ekki alveg allir á sama tíma. Varla að það komist fleiri með góðu móti í húsið. Kökur gengu sæmilega út, afmæliskakan sem varð á endanum fyrir valinu var Kalli kanína og tókst hún vel hjá Mumma. Gott að hafa listamann sem getur dundað sér við skreytingar. Ég er meira fyrir að drulla einhverju á… Afmælisbarnið mjög lukkulegt, afar ánægð með afmælisgjafirnar og fór meira að segja að leika sér í morgun, frekar en að horfa á sjónvarpið, sem er nú ánægjuleg tilbreyting. Hún hefur svo fimmtudaginn til að djamma áfram, gott að hafa framhald.
Ég tók næstu dönsku seríu með trompi í gær. DR að sýna nýja, hún heitir Album. Lofar ágætu, gerist á þremur áratugum og skondið að sjá áttunda áratuginn í gær. Nokkuð stíft prógramm í vikunni, litli kvikmyndaklúbburinn á morgun og söngkeppni MA á miðvikudaginn. Afmæli 2 á fimmtudag, GB á föstudag, suður á laugardag og út á sunnudag. Þetta verður amk fljótt að líða.