Afmælisbarnið

Þá er maður orðin 5 og alles og mikil gleði með það. Frændsystkini henndar sáu til þess að það var nóg af pökkum að opna í morgun, foreldrarnir voru seinir til framkvæmda og Strumpu beið þess vegna bara einn lítill pakki frá þeim (innihaldandi disk til að læra dönsku, sjáiði fyrir ykkur ör á sálinni í framtíðinni…) Hún fór svo glerfín í leikskólann og verður síðan sótt tímanlega til að geta skreytt fiðrildakökuna og skellt sér í bað áður en gestirnir koma. Síðan ætlum við út að borða á Greifann eftir veislu. Símtöl mega þá berast milli hálf sjö og sjö, svona um það bil.

Ég er á endalausum þvælingi hins vegar. Horfði í fyrrakvöld með litla kvikmyndaklúbbnum á mynd sem heitir Prag. Hún hefur það sér til ágætis að það sést í rassinn á Mads Mikkelsen og vel þess virði að horfa á hana bara fyrir það. Annars var hún mikið drama, góð reyndar sem slík en ekki var maður mjög jolly þegar henni lauk. Í gær fór ég síðan á Söngkeppni MA sem var ágæt skemmtun. Nokkur atriði sem stóðu upp úr. Frændfólk mitt, þau Þórunn og Sindri Rögnvaldsbörn, barnabörn hans Þorsteins afabróður míns, komu fram. Sindri minnti mig á köflum á Óla bróður, ekki beint útlitið en eitthvað. Það fannst mér skondið. Í öðru sæti var ansi góð stelpa, ég held hún eigi að syngja í Gettu betur annað kvöld. Gaman að því að hún söng „Litli tónlistarmaðurinn“ sem Jónsi tók fyrir MA hér um árið – ’96 líklega. Stelpan sem vann söng Coldplay lag sem heitir Fix you. Hún var mjög flott og örugg á sviði, með þvílíku strengjasveitina með sér.

Annars eru tveir dagar í Rvík og þrír dagar í London. Yeah baby yeah.