Mótmæli í Möðruvallastræti

Óeirðirnar hafa borist norður og mótmælin gerast við dyrnar hjá mér. Þegar við komum heim í gær var búið að grýta bíl nágrannans með eggjum. Ekki veit ég hvað hann gerði til að verðskulda það. Hann fer reyndar í taugarnar á mér, keyrir upp götuna eins og hann sé á þjóðvegi eitt og heldur (reyndar ekki mjög oft) partý sem enda úti á götu með tilheyrandi sóðaskap og hávaða. Kannski var einhver nágranni að senda honum skilaboð. Gott að hann kveikti ekki í bílnum eins og þeir gera í Grafarvogi.