Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2008

Kveðja frá útlöndum

Jæja, þá er maður búin að  vera tæpar tvær vikur í útlöndum. Ástkær Danmörk kvödd í gærmorgun eftir góða dvöl. Átti alveg hreint framúrskarandi gott námskeið. Fyrst Álaborg, sem var nú, merkilegt nokk, býsna falleg á köflum en reyndar líka ljót. Svona athyglisverð blanda. Náði að fara einn dag til Skagen og hitta góðvini mína en það var hins vegar ansi hvasst og ekki mikið hægt að vera úti. Svo við tókum bara týpíska heimsókn á þetta, ég var bæði marineruð og fyllt þegar ég sneri til Álaborgar. Ég fór síðan fyrir viku til Schæffergården og dvaldi þar í algjörum lúxus, maður er svoleiðis handa- og fótalaus þegar er búið að þjóna manni þar. Fengum þar alveg frábæra fyrirlestra og unnum í hópum. Ég þurfti til dæmis að reyna það á eigin skinni að skrifa logbók, eins og ég þræla nemendum mínum í !! Fór líka í gönguferð með Guðlaugi Arasyni á Íslendingaslóðir. Hef svo sem lesið bækurnar hans, svo ég kannaðist við flest en það var mjög gaman að heyra þetta læf.

Ég kem allnokkrum krónur fátækari frá Danmörku. Ég keypti alveg hrauk af bókum og nokkra dvd, meðal annars Klovn, reyndar bara season eitt og þrjú. Tímdi ekki meiru. Óttaðist mest að fá ekki að fljúga með allt þetta góss. En ég náði ekki að kaupa mér kjól fyrir brúðkaupin öll. Sá aldrei neitt sem passaði við það sem ég hafði í huga. En allt bjargast það í Svíþjóð. Hér er nefnilega besta verslunarmiðstöðin. Mall of America hvað? Þannig að þegar ég fór í Kuppolen í dag fann ég strax kjól í fyrstu búðinni. Á að vísu eftir að kaupa hann en keypti bara ýmislegt annað. Og er rétt að byrja (heldur Mummi fram að minnsta kosti).

Ég hef verið í sambandi við strumpuna símleiðis og með sms og tölvupósti síðustu daga. Innihaldið hefur reyndar mest verið það sama. Til skiptist skrifar hún ég sakna þín og ég hlakka til að sjá þig. En það er ósköp indælt engu að síður. Hef misst af ýmsu. Til dæmis fékk hún tannpínu á föstudag og þurfti að fara til tannlæknis og fá tvær viðgerðir. Við höfum klikkað á því að vera ekki nógu dugleg að nota tannþráð. Mér sem finnst við vera feiki dugleg að nota yfirleitt stundum tannþráð. En það dugar greinilega ekki, betur má ef duga skal. Og kannski bara gott að ég missti af þessu, ég hefði líklega farið að grenja … ég fer sí versnandi. Skældi ósköp yfir 4 weddings and a funeral í gær, og hef þó séð hana æði oft. Og í Danmörku sá ég mynd sem hét „Det som ingen ved“ og það var sama sagan. Svo var ég næstum farin að skæla þegar ég kom úr lestinni í gær og hitti Önnu Steinu og Martin. Ég sem hélt að ég gæti varla versnað. Sennilega á ég eftir að gráta heil ósköp í brúðkaupunum framundan.

Litla lestrarnörd

Strumpan er alltaf að sýna meiri og meiri nördatakta, ja, milli þess sem hún sýnir pæjutakta auðvitað 😉 . Núna les hún og les í bók sem hún valdi sjálf á bókasafninu. Bókin heitir Einhyrningurinn, ég myndi skjóta á að hún sé hugsuð fyrir 8 – 10 ára eða þar um bil. Sóley er svo spennt, af því að hún las aftan á bókina að ein sögupersónan (hestur) ætti eftir að lenda í mikilli hættu. Forvitnin er að bera hana ofurliði svo hún stelst til að lesa aftar í bókinni, við tökum einn kafla á kvöldi fyrir hana en hún laumast áfram. Það er fyndið. Hún stefnir í að verða meira lestrarnörd en ég … þarna koma tvö plúsgen mjög sterk inn greinilega, því Mummi var auðvitað líka svona, vandspáð um hvort okkar var verra.

Ég er búin að ná mér af strengjunum. Hljóp í gærkvöld af því tilefni.  (Sem minnir mig á það, helv. fíflin flýttu Akureyrarhlaupinu, nú verður það 21. júní, einmitt þegar ég er í DK að spísa og snakka – aaarghhh!!!!) En hlaupið í gær altso afar stutt og mjöööög hægt. Þetta heitir örugglega ekki að hlaupa, kannski frekar að jogga. Hvað kallast svona röskur gönguhraði? Reyndi að teygja vel og vandlega á svo ég gæti amk setið næstu daga. Það eru jú prófayfirferðir út í eitt. Nú les ég til dæmis skemmtilegar játningar. Börnin í 1. bekk áttu nefnilega að skrifa um „din families spisevaner“ og þar kennir ýmissa grasa. Nú veit ég til dæmis að einn nemandi minn borðar morgunmatinn fyrir framan tölvuna til að geta horft á „One tree hill“…. og þetta er ekki stelpa 😮 .

Eftir tvær vikur verð ég í Danmörku, det er bare dejligt 🙂 .