Verð að viðurkenna að ég átti ekki von á að þurfa að horfast í augu við þetta svona snemma en í dag er fyrsti dagurinn þar sem dóttir mín fær símtal frá strák og rýkur með símann inn í herbergi og lokar að sér! Tilvonandi tengdasonurinn heitir Hannes og er af góðum ættum.