Þá er búið að taka Strumpuna með á fyrstu fullorðins tónleikana í gær. Sú stutta stóð sig þokkalega, var reyndar frekar þreytt og kúrði mikið í fanginu á foreldrum sínum og breiddi kápuna yfir sig, stundum meira að segja upp fyrir haus. Nokkur vonbrigði að geta ekki setið framarlega, Mummi og tengdamamma voru mætt á …
Monthly Archives: desember 2008
Stjarna er fædd
Það voru tónleikar í dag á Glerártorgi. Strumpan tilkynnti í morgun að hún ætlaði ekki að spila og ástæðan sem hún gaf upp var sú að það væru unglingar að spila með í hópnum. Það náðist að sannfæra hana um að það væri ekki ástæða til að hræðast fiðluspilandi unglinga, það væri friðsemdarfólk. Hún lét …
Leynivinir góðir
Skólinn hefur verið undirlagður alla vikuna af leynivinamakki og það hefur heldur betur sett skemmtilegan blæ á kennarastofuna. Allt tal um krísur út og inn með grunsemdir og gleði. Ég átti frábæran leynivin sem náði að leika á mig. Fyrst fékk ég súkkulaðidagatal sem ég borða úr og rifja upp æskuminningar í leiðinni. Síðan fékk …