Þá er indælisdagur að kveldi kominn í henni Danmörku. Skottan orðin tveggja ára og mun sennilega hvorki eiga rólegri afmælisdag né hlýrri í bráð. Hún var vakin með söng í morgun eins og hefð er fyrir á heimilinu og kættist mjög. Var varla komin fram úr þegar hún heimtaði graut og verandi afmælisbarn gat móðirin …
Monthly Archives: september 2011
Lati ritarinn
Þá er enn liðinn langur tími frá því síðast og skrifast að þessu sinni á leti og ómennsku ritarans auk þess að ekkert sérstakt er að frétta. Síðasta vika var frekar róleg að undanskildu afmælinu. Við áttum góða ferð á Jensens bøfhus, dömurnar fengu aldeilis eitthvað fyrir sinn snúð, bæði blöðrur og dýrindis ís í …
Þögnin langa
Ekki það að ég hafi ætlað að láta líða svona langt á milli blogga, þetta er bara merki um hvað tíminn líður hratt. Mér finnst ótrúlegt að það séu liðnir tveir mánuðir frá því að við komum. Ef við verðum bara árið er liðinn 1/6 af tímanum! Svo farið sé yfir það helsta frá því …
Aðlögun mæðgna
Þá er Skottan komin langleiðina með fyrstu vikuna hjá dagmömmu og ég búin með tímana mína þessa vikuna í háskólanum. Við erum báðar í þokkalegu standi eftir þetta allt. Kannski fyrst frá því að segja að það gengur eins og í sögu hjá dagmömmu. Á mánudaginn vorum við með henni í næstum þrjá tíma, fórum …
Uppsóp frá síðustu viku
Það leið óvart langur tími á milli blogga hjá mér núna og skrifast það einkum á gestakomu um síðustu helgi. Meira um það síðar. Ef við höldum áfram þaðan sem frá var horfið þá fórum við í heimsókn til dagmömmunnar á miðvikudaginn í síðustu viku. Hún reyndist sem betur fer vera geðug og ekki var …