Félagslíf af áður óþekktri stærðargráðu

Það hefur eitt og annað á dagana drifið síðan síðast og ekki seinna vænna en að henda inn lítilli skýrslu. Frásögnin hefst fyrir hálfum mánuði þegar Óli Pálmi og Ellen, sem eru fyrrum vinnufélagar Mumma, litu inn. Það var mikið fjör og gaman, aðeins hægt að grípa í Þýskalandsvarninginn góða. Strumpan stóð sig eins og …

Helgardagskrá

Þá er helgin að verða liðin án þess að við höfum nokkuð farið til útlanda. Ákváðum að leika túrista í Árósum í staðinn og fórum með strætó í gær niður í miðbæ, til að sleppa við að borga formúu í bílastæðagjöld og til að gleðja Skottuna. Það stóð heima, hún var alsæl í strætó nema …

Utanlandsferðir í stórum stíl

Þýskalandsferðin var að mestu leyti vel heppnuð. Innkaupin voru hin skemmtilegustu en þess má geta að þrátt fyrir að við höfum aldrei keypt jafnmikið magn af bjór og léttvíni um ævina þá vorum við eins og algjörir amatörar í samanburði við þá sem mest keyptu.  Strumpunni fannst mjög spennandi að vera stödd í Þýskalandi og …