Talandi um sósíalísk ekspíríments. Ég er ein af þessum örfáu sem las ekki Ísfólkið á sínum tíma…og það þrátt fyrir að Sverrir Páll mælti með því í íslenskutíma. Ójá. En þegar amma gamla var farin að lesa þetta sá ég mitt óvænsta og byrjaði líka. Það er skemmst frá því að segja að ég veit ekki hvort ég á að elska bækurnar eða hata þær. Í augnablikinu er ég stödd í bók 35 svo eitthvað hafa þær, amma gafst upp í bók 20 eða þar um bil svo ég er lengra leidd en hún. Ég hugsa að ég hafi seríuna nú af en ég held að ég nenni aldrei að lesa þær aftur. Bækurnar eru vægast sagt misgóðar og ég er hrifnust af þeim sem leggja áherslur á persónur en fara ekki á of mikið flakk í undarlegum annars heims pælingum. Já spáið í því – ég ekki að fíla undarlegar annars heims pælingar. Svona getur þetta verið.