Mikið er extra indælt að vera til þegar er gott veður. Ég er búin að liggja úti á palli og hafa það gott, það eina sem vantaði var að hafa eitthvert pallavín við hendina, þá hefði þetta verið fullkomið.
Aðlögunin hjá dagmömmunni gengur annars með ágætum. Það var með sting í hjarta sem ég yfirgaf strumpuna mína í dag í fyrsta sinn en það gekk auðvitað vel. Mikið finnst mér samt skrýtið að horfa svona á aðra, nánast bláókunnuga manneskju sinna henni. Til allrar lukku hættir stúlkan sú sem hefur verið þarna áður á næstunni. Hún stuggar mjög við þeim nýju ef henni finnst þau eitthvað ganga á sinn hlut.
Vinnan aðeins að banka á dyrnar, við hittumst dönskukennarar í morgun og spáðum í haustið. Mjög gott að byrja rólega…