Og þá er mánuður í forsýningu á Lord of the Rings. Fögnuðum því með viðeigandi hætti og horfðum á The Two Towers, special edition í boði Bjarna, eftir dýrindis máltíð, einnig í boði Bjarna en framreidda af Mumma. Verð samt að játa að ég sofnaði ögn yfir myndinni. Hún var samt firnagóð. Skandallinn er sá að við klikkuðum á að horfa á fyrstu myndina til að hafa þetta almennilega upphitum fyrir Return of the King.
Svo stendur nú enn meira til á morgun. Tónleikar með Palla og Moniku. Jummjumm. Slagar hátt upp í Óskar! Maður verður að fá sér þennan disk. Mér finnst að vísu full snemmt að fara að hlusta á jólalög en ég er samt að meyrna heilmikið. Að minnsta kosti angra skreytingarnar á Glerártorgi mig með minnsta móti í ár. Þetta endar með ósköpum. Kannski maður skreyti bara heima hjá sér einn daginn??
Og svo er það Eyþór minn. 8.4 í prófinu (ég veit ekki alveg á hvaða hraða þessir Lundaskólakennarar fara yfir – sennilega hefur þetta verið með stysta móti) og annað próf í næstu viku, búið að panta annan tíma. Gott að rifja Vi ses upp. Ég verð bara að fara að syngja Kylling og soft ice og pølser fyrir hann. Hann fékk einmitt smá eitís lánað í gær. Guns n Roses. Ég fann reyndar ekki Appetite, við áttum að eiga hann líka. Enn eitt dæmið um hlut sem húsið hefur gleypt.