106928973760460685

Tónleikarnir sviku ekki. Diskurinn lofar verulega góðu. Ég er reyndar frekar fastheldin á jólalög og fagna svo sem ekki nýjungum. En við splæstum í hann eftir tónleika.
Kirkjan smekkfull, það þurfti að bæta við auka stólum. Gott að Akureyringar eru svona þakklátir þegar fyrstu útgáfutónleikarnir eru haldnir hér. En ömurlegt hljóð og þetta er einmitt þannig tónlist að það truflar alveg ferlega. Diddú stendur líka alltaf fyrir sínu. Ég mæli með því að fólk skelli sér á tónleika ef tækifæri gefst. Annars kaupa diskinn. Harpa og jólalög, blanda sem varla getur klikkað.

Annars fékk Sóley gjöf í dag frá ömmu sinni. Forláta kápu, rauða, tvíhneppta. Notist eftir ca. ár. Sú verður stássleg. Ég hlakka til að sjá hana í henni.

Heilmikið prógramm á morgun. Kleinubakstursaðstoð, ungbarnasund, leshringur. Ef ég ruslast.