Ég er ekkert búin að blogga um Eurovision so far en get ómögulega á mér setið núna. Vá, hvað úrslitin í gær voru vond. Aldrei þessu vant, var nóg af lögum til að halda með; Noregur, Danmörk, Sviss, Moldavía, Serbía/Svartfjallaland og fleiri en þá vinnur þetta líka ömurlega lag. Ég fór nokkuð nærri um úrslitin, átti sjö lönd rétt í topp tíu, en klikkaði á aðalatriðunum, þeim þremur efstu. Mér leist álíka illa á þau öll. Ég hefði meira að segja verið sáttari við Lettana – the war is not over – eins og það var nú væmið og voðalegt. Sem sagt, ofur spæling.
Annars er alveg með ólíkindum hvað ég er menningarleg þessa dagana. Í dag fór ég til að mynda bæði og keypti mér miða á Duran Duran (veiveivei) og á tónleika með Diddú og þeir voru algjört æði. Gæsahúðin uppi við í klukkutíma eða svo. En ég er að fara á Duran Duran…