Ég náði gríðarlegu afreki í dag. Í fyrsta skipti ever (held ég, að minnsta kosti í manna minnum) fór ég í leikfimi á föstudegi. Og það vitandi að ég væri að fara í tíma hjá Óla Hitler. Tíminn var erfiður eins og hans var von og vísa og bringan á mér er langt upp í loft af monti. En samt, svona til að það fari ekkert á milli mála, þá er auðveldara að fara í tíma í hádeginu heldur en seinni partinn. Það mun ég líklegast aldrei geta, þrátt fyrir góðan ásetning. Og svo er það bara Kvennahlaupið á morgun. Við mæðgur búnar að skrá okkur og mætum eins og venjulega (ekkert smá kúl að vera nú þegar komin með svona mother/daughter hefð).