Síðasta kvöldmáltíð

Það kom svosem eins og fjórðungur af eyfirsku nauti (rekjanlegt heim að vissum bæ) í hús í gær og gærkvöldið fór að sneiða stykkin í hæfilega parta. Til að halda upp á naut í húsi elduðum við filé og borðuðum um hálf ellefu – bara með smjöri og salti. Jammjamm, það var ekki slæmt. Nú er kistan líka full af góðum mat – þá er það bara að muna eftir því.
Fékk mér svo dásamlegan morgunmat í dag (á eftir seríósinu samt) – latte úr vélinni góðu, haft með í hitakönnu í vinnuna og það get ég sagt, hér hef ég ekki drukkið svona gott kaffi. Spurning að byrja alla morgna svona vel. Þetta er eins og sælgæti.