Í augnablikinu erum við tímabundið án eldhússborðs og stóla. Eins og glöggir lesendur muna uppfærðum við húsgögnin í stofunni og ákváðum að flytja agnarlitla borðstofuborðið inn í eldhús. Þurftum þar af leiðandi að losa okkur við gömlu eldhús-húsgögnin. Eins og ævinlega var það einhver af systkinum Mumma sem kom okkur til bjargar – að þessu sinni Siggi og Sigrún sem eru einmitt að fá nýju íbúðina í Hraunbænum afhenta í vikunni. Húsgögnin okkar fengu far suður í gær og afaborð er ekki alveg búið í uppfærslunni svo eldhúsið er tómt. Á meðan er borðað á eldhúsbekkjunum eða frammi í stofu.
Er í þessum töluðu orðum að fara að sækja Strumpu á leikskólann. Nefnilega búin að kaupa afmælisgjöf og ætla að leyfa fröken að fara með og setja pakkann í póst.