Krísa

Það er komin upp stór krísa. GM er nefnilega með tónleika aftur í sumar. Og júhú, reyndar í Helsinki á meðan ég er þar… það gerist ekki betra. Nema að ég vil auðvitað hafa Önnu Steinu með mér. Það eru hins vegar tónleikar í Stokkhólmi nokkrum dögum fyrr. Þá er AS með strumpuna í pössun (og eins og hún benti á er því miður 13 ára aldurstakmark, það er ekki seinna vænna en að hefja tónlistaruppeldið). Þannig að þó við förum yfir, þá er strumpan munaðarlaus. Er einhver á leið til Stokkhólms 29. júní sem getur passað hana í nokkra klukkutíma 😉