Ég held að ég þurfi nú bara að fara að taka niður linkana mína, að minnsta kosti þá flesta. Þessir bloggarar sem ég hef linkað á eru meira og minna í dái og ekki koma inn myndir af unganum mínum 🙂
Fréttir úr menningarheimi Hafdísar að þessu sinni eru þær að það styttist í leshring. Ég er ógurlega spennt og les og les færeyska spennusögu, Ljúf er sumarnótt í Færeyjum heitir sú. Við ætlum að hittast á fimmtudag og ræða hana. Það er indælt að lesa spennusögu sem gerist í Færeyjum. Eitthvað fyrir þá sem finnst ekki hægt að semja spennusögur sem gerast á Íslandi. Þessi er að minnsta kosti mjög skemmtileg og mig dauðlangar til Færeyja við lesturinn.
Annars var ég að ljúka við fína danska spennusögu, Herren giver heitir hún. Mæli með henni ef þið rekist á hana. Ég er hins vegar ekki alveg búin með „The Battersea Park Road…“ og þess vegna hafa engir ritdómar birst um hana. Einhvern veginn sprakk ég á henni og hef ekki nennt að byrja aftur. Við eigum hana svo sem og ég býst við að hespa henni af síðar.
Við mæðgur láum í heimsóknum í gær. Fórum og hittum báðar langömmurnar í minni ætt. Hún var ógurlega góð, er bara meira sjarmatröll en Anna Katrín… En ömmurnar voru líka með hressara móti. Sérstaklega amma í Skarðshlíð. Skil bara varla hvernig hún fer að þessu. Einhvern veginn finnst manni það vera hálfgerður dauðadómur að fótbrotna þegar maður er kominn á níræðisaldur, en nei. Amma virðist bara hressast við það. Er meira að segja búin að fá sér GSM!
Við fórum líka í Akurgerði. Ég afþakkaði þátttöku í hinu árlega spilakvöldi þeirra og StebbaVillogco. Hefði reyndar haft gaman af því að líta en nú er fertugsafmælið hans Skúla um næstu helgi og ómögulegt að níðast á tengdamömmu með pössun svona helgi eftir helgi. Horfði þess í stað á Unfaithful, Adrian Lyne hefur átt góða spretti í gegnum tíðina. Hún var samt ekki nema lælæ. Það bar helst til tíðinda að Dewey lék í henni. Alltaf gaman að sjá Dewey!