Konungleg skemmtun

Ja, mikið var hann Frikki nú sætur í gær. Hann missti ekki krúttfrontinn eitt augnablik.
Fór sem sagt í boð með aðalkóngavinkonum mínum í gær, dönskugellurnar úr Síðuskóla og við stundum yfir Frikka sæta og frú. Skemmtilegt spjall við þau skötuhjúin og ekki laust við að María roðnaði ögn í vöngum þegar hún var spurð um barneignir enda með grjón í maganum.
Það eina sem fer í taugarnar á mér er að mega ekki hafa kónga- (og prinsa-) áhugann í friði fyrir skítakommentum um hvað þetta sé allt asnalegt. Ég er skotin í Dönum, danska kongefamilien er andlit þeirra út á við – ergo – ég elska kóngafjölskylduna. Og pínu þá norsku og sænsku líka, en bara af því að þetta eru jú allt frændur vorir.

Annars er ekki síðri mennig í vændum í kvöld (vona ég). Meira um það á morgun.