106884142958621808

Skemmtilegur seinnipartur í dag. Eftir ungbarnasund, þar sem unga frökenin hélt áfram að sýna sundkennaranum óvinsemd, var farið í stutta heimsókn til langömmu og svo í verslunarleiðangur. Og það kom í ljós að það væri auðveldlega hægt að eyða nokkrum hundraðköllum. Ég veit ekki hvort það var sjálfstjórnin eða plássleysið sem kom í veg fyrir meiri háttar kaup, hallast þó að því síðast talda. VISA kortið var að minnsta kosti sem hinn auðmýksti þjónn til þjónustu reiðubúinn. Við keyptum samt eitt húsgagn í tveimur eintökum. Duttum niður á svo ágæta hillu sem fær að hýsa DVD diskana okkar. Skúffurnar taka ekki lengur við. Hillan var sem sagt keypt í tvíriti en kemur ekki í hús fyrr en á morgun, það er ágætt, ég nenni ekki að setja saman húsgögn í kvöld.