106960396937431659

Eitthvað er nú blogger að stríða mér núna og er ekki enn búinn að birta færslu gærdagsins. Ég reyni að taka þessu með stóískri ró.
Annars er Svansý búin að blogga eftir langa bið. Ekki það að við séum mjög kunnugar, en hún er nú samt ein af fáum sem ég les reglulega. Ég minnist bara á þetta af því að hún nefni Leoncie. Við hjónin horfðum nefnilega líka á hana í gær, af miklum áhuga. Ég var einmitt að spá í þessu með aldurinn en ég verð að viðurkenna að mig grunaði að hún væri farin að síga á seinni hlutann. Hins vegar finnst mér útlitið benda til þess að eitthvað hafi verið flikkað upp á það, enda andlitið stíft og haggaðist ekki, sömuleiðis voru brjóstin mjög frískleg en það er svo sem hægt að bjarga því með ýmsum ráðum. Ég hafði mjög gaman af viðtalinu. Gísla Marteini tókst svo ljómandi upp að tala við hana á hennar plani, ég vona að ég sé ekki að ofsækja hana þó ég segi það vera tíu ára plan. Hún virðist vera á góðri leið að verða að kult fyrirbæri, er að minnsta kosti alls staðar þessa dagana. Gott mál, maður hefur eitthvað til að kætast yfir á meðan.