106970943814874164

Eins er tryggir lesendur vita, var lokahóf Nikolaj og Julie í gærkvöldi. Ég gerði þennan dýrindis eftirrétt, algjöra bombu, með marengs, rjóma, kókosbollum, berjum og súkkulaði. Og át eins og grís. Sem betur fer var Kristín líka dugleg, það er ekki gaman að vera eini grísinn. En það eru ekki lokahóf um hverja helgi. Vona bara að RÚV sýni síðustu syrpuna fljótlega. Þetta er um það bil það eina sem þeir eru að sýna af viti.

Afmælisbarn dagsins er Gylfi frændi. Hann er 59 ára í dag. Ég gerði tilraun til að heimsækja hann, en hann var ekki við svo ég tók Eyþór í dönskukennslu í staðinn.
Merkileg þessi árátta í ættinni að hafa afmæli þétt. Við Anna systir erum 28. og 31. ágúst. Unnur og Dúddi 11. og 13. maí, Aðalsteinn og Árný 2. og 8. október. Hauks börn eru í raun þau einu sem eru sitt í hverjum mánuðinum öll þrjú. Hvað þá mamma og hennar systkini. Þrjú í nóvember. Annars er þetta svona í flestum fjölskyldum held ég. Það er alltaf einhver mánuður yfirhlaðiðnn afmælum á meðan aðrir eru nánast afmælislausir. Hjá okkur er mikið álag frá ágústlokum til nóvemberloka og talsvert í febrúar.

Af fröken er það að frétta að það eru komnar tvær nýjar tennur. Alveg týpískt að ég var að tala við Önnu Steinu í dag og segja henni það helsta af frænku en þá vissi ég ekkert af tönnunum. Þó hafði Sóley ítrekað tekið í fingurinn á mér og stungið honum upp í sig. Svo þegar við fórum út að ganga, þá brosti hún svo blítt til mín og þá komu tvær nýjar í ljós í efri góm. Þar af önnur aðeins neðar svo hún hefur líklega komið í gær eða fyrradag. Svona er ég kærulaus. Það er svo stutt síðan seinni aðal tönnin kom að ég var alveg róleg.

Survivor þáttur dagsins vonbrigði. Say no more.