106985901352231847

Afmælisbarn dagsins er Sigrún. Hún er 29 ára í dag og stendur þess vegna frammi fyrir voðalegu ári, svona aldurslega séð. Ég kveið að minnsta kosti mikið fyrir því að verða þrítug. Kannski aðallega vegna þess að ég vissi ekkert hvernig ég ætti að halda upp á það. Lífið hefur verið auðveldara síðan. En til hamingju með afmælið. Þú lætur bara vita ef þú þarft stuðning frá þér eldri og reyndari.

Það var aftur tannadagur í gær. Nú kom sú sjöunda, að þessu sinni í neðri góm til vinstri. Eins gott að það er enginn tannálfur á heimilinu. Sá væri fátækur núna. Ég var að minnsta kosti viðbúin því þegar ég var að skoða allar nýju tennurnar í fyrradag, fann ég að það styttist í þessa.

Jólin hafa svo færst örlítið nær. Í gær settum við upp aðra jólaseríuna sem skreytir íbúðina okkar að utan. Við erum ekki þetta jólaskreytingafólk en neyðumst til þess að vera þæg fyrst við búum í fjölbýli. Erum reyndar búin að vera með leiðindi hver jól síðan við fluttum inn, því fyrstu þrjú árin var skreytt með ljótum rauðum perum – þið vitið, þessum gömlu. Við neituðum að kaupa svoleiðis og skreyttum því ekkert. Í fyrra var svo ráðist í að kaupa nýjar skreytingar á húsið en það var ekki gert fyrr en seint og síðar meir og við nenntum ekki að hengja þær upp fyrir tvær vikur eða svo. Þannig að loks geta nágrannarnir tekið okkur í sátt, nema þeim leggist eitthvað annað til.