107101680839962133

Það kyngir niður snjó og af því tilefni hleypti ég köttunum út í dag. Kisurnar mínar eru nefnilega einu kisurnar sem ég þekki sem elska að fara út í snjó. Við mæðgur stóðum um stund á pallinum og fylgdumst með þeim og köstuðum snjókúlum til að hoppa eftir. Sóley flissaði mikið að bjánalátunum í köttunum.

Að öðru leyti hefur dagurinn verið tíðindalítill. Við vorum einar heima til hálf átta í kvöld og fórum ekki út úr húsi. Svona dagar eru langir. Ég rembist við að lesa Ljónadrenginn en Sóley sýnir því ekki alltaf skilning að mamma gamla sé að lesa, svo ég fer hægt yfir.
Ligg síðan yfir sjónvarpinu á kvöldin, ekta lágkúruvera. Ósköp er það samt ljúft. Þriðjudagskvöld eru líka sérlega mikil sjónvarpskvöld.

Stefni að því að vinna aftur í rauðvínslottóinu á morgun, af því að ég drekk svo mikið þessa dagana.