107127584598653115

Lauk áðan við Ljónadrenginn. Hún er ljómandi fín en ég er samt ekkert hoppandi af kremi. Býst samt við að lesa framhaldið. Hún er svona skemmtilega spes, það er sennilega rétta lýsingin. Nú vantar mig bara eitthvað nýtt að lesa.

Mikið sjónvarpskvöld. Fyrst Survivior (og tribal council tekið upp) og svo Ídolið og horft á tribal council í hléi. Aldrei þessu vant er ég sátt við allt. Eftir síðasta Survivor þátt var ég svo miður mín að ég sá ekki fram á að geta haldið með einum né neinum. Þetta kvenfólk allt svo vitlaust að það átti ekki skilið að maður héldi með því. Nú hefur vonin kviknað á ný. Kannski maður haldi bara með Dörruh (já ég vil fallbeygja þetta svona, þó þýðandi Skjás eins vilji það ekki) því hún er að koma sterk inn og hefur kannski verið minnst vitlaus.

Ídol þáttur kvöldsins sýndi það að vissu leyti að það þarf 25 ára aldurstakmark í þáttinn. Minnumst 16 ára stúlkunnar sem grét. Anna Katrín var mjög nálægt flippinu. Enda er hún bara krakki og væntanlega ólýsanlega sárt að láta (næstum) fleygja sér út. Ég veit heldur ekki með þessa dómnefnd (enn og aftur hef ég efasemdir um hana). Mér fannst Palli reyndar koma frekar sterkur inn, kom með gagnrýni án þess að éta fólk og spýta því svo út úr sér. Þetta var að minnsta kosti ekki góður dagur hjá Önnu Katrínu. En Helgi minn kom sterkur inn.