Þessar kisur

Áður en ég byrja á kisusögunni vil ég biðja lesendur afsökunnar á letinni. Sérstaklega þegar er veið að linka á mann af fyrrverandi heimsfrægum bloggara. Hjörvar, þú verður að fara að senda út aðra pistla sem hljóta landsathygli svo maður njóti þess að vera LOKSINS kominn á linkaskrá! Annars ætlaði ég að segja að ég …

Fyndið barn

Eins og ég sagði fyrir nokkrum dögum þá er ekkert smá fyndið að fylgjast með Sóleyju þessa dagana. Nýjar kúnstir daglega. Í gær fór hún að hneggja fyrir pabba sinn. Ég átti alltaf von á að fyrsta dýrahljóðið yrði mjálm en nei, hestur var það heillin. Hún hneggjar svo sem ekki eftir pöntun en við …

Jógamamman

Jæja, mætti loks í jóga eftir langt hlé. Fyrst á mánudag og svo aftur í kvöld. Strengirnir eftir mánudagsjógað svona passlega farnir að dofna þegar ég mætti aftur. Þetta form er alveg voðalegt með að hrapa niður eftir ekki lengri tíma en mánuð. Ég var alveg miður mín báða þessa tíma eftir svona hálftíma jóg, …

Afmæli ársins

Já, afmælisbörn dagsins (17. jan) eru tvö. Annars vegar er það alvöru afmælisbarnið sem er Anna Lilja hin þrítuga (velkomin í hópinn) og hins vegar Skúli frændi minn úr Svarfaðardal sem varð fertugur á aðfangadag en ákvað að halda upp á það í dag. Sem frænku og konu vinnufélaga var mér boðið og þvílíkt afmæli. …