107308977764496099

Svakalega sem kvöldið var skemmtilegt. Svona er gaman að hafa fólk í bænum sem kemur í heimsókn. Fólk sem kæmi auðvitað ekkert í heimsókn ef það byggji hér alla jafna. Skrýtin veröld.

Við horfðum á Ídolið í góðum fíling. Sá eini sem stóð sig verulega vel í kvöld var Kalli – nota bene, mér leiðist hann óskaplega svo þetta er heilmikið hrós. Allir hinir voru bara frekar vondir. Og ég verð að vera sammála Óla með dómnefndina. Anna Katrín og Kalli hafa verið í uppáhaldi allan tímann. Það vildi þannig til í kvöld að Kalli var góður og átti allt gott skilið sem þau sögðu, en Anna var ekki sérstaklega góð og afar undarlegt að geta ekki sagt það. Þorvaldur gat jú reyndar náð sér aðeins niður úr skýjunum. Kalli hefur átt daprar innkomur, Slá í gegn var til dæmis alls ekki fínt, en nei, við skulum standa upp og klappa fyrir honum. Og hvernig getur sú sem hefur verið betri, alltaf verið að bæta sig (var það ekki Sigga að tala um Tinnu?)
Staðreyndin er bara sú, að enn er það ekki frammistaða kvöldsins sem skiptir máli, heldur hvað þú átt mikinn aðdáendahóp og hvort þú varst góður einhvern tímann fyrir löngu.

Svínasúpan átti ekki gott. Það voru gríðarlegar væntingar. Og hvort sem það hefur verið hópurinn, stemmingin (viljandi ekki með n) eða bara frábær þáttur, þá skemmti ég mér alveg stórkostlega að horfa á hann. Ef maður hefði hlegið svona yfir áramótaskaupinu…
Já, þessir hommar eru skrýtnir.

Eftir sjónvarpið voru heitar umræður um ýmis mál, trúmál/jóga, dáleiðslu, political correctness, hverjum maður líkist mest í Harry Potter og svo framvegis. Fátt sem gleður meira.

Annað kvöldið í röð á svo að fara snemma í háttinn. Fróðlegt að sjá hvaða útspil Sóley kemur með við því. Í gær var ég nefnilega nánast komin með bossann upp í rúm þegar hún vaknaði og var verulega ómöguleg. Það var allt reynt. Hún fékk að borða og við lásum, en hún var reið með allar tillögur. Róaðist (eða ofþreyttist) um eitt og við fórum að sofa. Ég fór samt með hana til læknis í morgun til öryggis, því hún var mjög ólík sjálfri sér. Sem betur fer kom bara gott út úr því, hrein lungu, eyru og háls.