Æðisleg tónlist!

Loksins, loksins. Ég var í ræktinni í morgun, við vorum settar í spinning og það var annar kennari en venjulega. Sú venjulega er Abba, konan hans Óla Hitler og tónlistarsmekkur hennar á ekki allskostar við mig. Hún er nefnilega dáldið mikið fyrir kántrý (er nota bene Íslandsmeistari í línudansi), spilar svo sem þess á milli …

Æðislegur Tarantino

Frábært að hafa Quentin Tarantino sem gestadómara í Ædolinu. Klikkar ekki. Maður fær hann í stórum skömmtum þessa dagana, hann var jú hjá Jay Leno í gær og var alveg óhemju skemmtilegur þar. Nú bíður maður bara eftir Vol. 2!

Afsakið hlé

Eitthvað er langt á milli skipta hjá mér þessa dagana (ég fer að verða jafn slæm og Eygló!). Þar af leiðandi langar færslur, nóg að segja. Ef ég byrja nú á framhaldssögu af Strumpu þá er hún ólm að ganga þessa dagana. Ótrúlega gaman að fylgjast með framförunum hjá henni, bæði tækni og öryggi. Hún …

Góðir Páskar

Maður er aldeilis búinn að hafa það huggulegt í fríinu. Ég hef reyndar ekkert sleppt mér í mat og drykk, nema hvað ég fórnaði mér í páskaeggið sem Mummi fékk frá vinnunni og óverdósaði hressilega á súkkulaði. Það er bara jákvætt, ég hef þá ekki lyst á því í nokkra daga á eftir. Annars eru …

Sæludagar

Það fer ekkert voðalega mikið fyrir átakinu í augnablikinu. Í gær vorum við í hádegismat hjá Kristínu og Árna Hrólfi, ég borðaði svona ívið meira en réttlætanlegt er, fæst af því svo sem mjög óhollt nema hvað ég lét eftir mér að fá mér eitt páskaegg. Í dag fengum við Árnýju, Hjörvar og dætur í …