Fleiri listar

Jamm, það er kominn nýr flötur á málið með hjásvæfelsislistann. Við Mummi vorum að ræða málin í gær og hann var í standandi vandræðum að manna listann sinn. Ég er ekkert nema elskulegheitin og fer að aðstoða hann í vandræðum hans. Kem með alls kyns fínar uppástungur. Tia Carrere kom strax í hugann og Mumma leist ágætlega á hana. Svo meira á hans áhugasviði voru náttúrulega Seven of Nine (Jeri Ryan – Ronnie Cooke úr Boston Public) og síðast en ekki síst Carrie Fisher í bikiníinu. Mumma leist vel á þá fyrrnefndu en ekki nógu vel á þá síðarnefndu (ég sem hélt hann væri fyrir eldri konur… hún er nú ekki nema 48 ára). Það barst síðan í tal að ég gerði mér líka lista, úr því ég væri svona hugmyndarík. Svo í gærkvöld sat ég sveitt (þetta hljómar nú dónalegar en það átti) og hugsaði um hvaða konur ég væri tilbúin að láta blikka mig. Nema hvað, það hrúguðust inn ýmsar góðar hugmyndir og nú er ég komin með fullbúinn lista og þrjár sem banka á dyrnar (Mummi er eflaust tilbúinn að leyfa mér að hafa átta á kvennalistanum). Ég er greinilega lesbískari en ég hélt 😉
Listinn á að verða að framhaldssögu næstu daga, til að tryggja dyggan lesbíufantaserandi lesendahóp í nokkra daga.
Við byrjum hægt og rólega. Efst á blaði er áðurnefnd Tia Carrere. Þar fer einfaldlega Foxy Lady eins og þær gerast bestar. Svo ef Mummi setur hana á blað þá stefnir annað hvort í slagsmál eða threesome þegar við hittum hana.
Á hversdagslegri nótum, við Anna héldum áfram með Pride and Prejudice í kvöld, náðum bara einum þætti af því að Eyþór var hér og var aldeilis ekki á því að gefa þessu séns. Að öðru leyti er allt í rólegheitum. Sit og hlusta á indæla danska músík eins og hún gerist best. Það vantar ekkert nema glas af rauðvíni í hönd og þá væri ég góð… Aldrei að vita. Ég var að vinna í rauðvínslottóinu í þriðja skiptið síðan um áramót. Ahhhh.