Allir listar fullsetnir

Jæja, dagurinn í dag er aldeilis merkisdagur. Nú er karlalistinn minn nefnilega líka fullbúinn. Ég lá í gærkvöldi, áður en ég fór að sofa og hugsaði málin vel og vandlega (þetta er áhrifaríkara en að telja kindur). Þá mundi ég skyndilega eftir einum sem á svo innilega heima á listanum. Hann er sá yngsti sem fær inn á hann að þessu sinni (þó ég eigi að heita að vera fyrir yngri karlmenn.) Heath Ledger heitir þessi góði piltur. Hann er 25 ára og ekkert smá heitur. Úhh. Verðskuldað pláss á listanum.
Þegar ég hafði fundið þennan fjórða mann fannst mér annað ómögulegt en að finna þann fimmta. Mig langaði absolut í annan Dana (eiginlega þyrfti ég að gera einn lista bara með Dönum, en það er óvíst að það fáist heimild til þess) og velti ýmsum kandidötum fyrir mér. En það var ekki fyrr en í dag, þegar ég bar þetta undir Önnu systur sem lausnin kom. Sú var greinilega of augljós til að ég hefði munað eftir henni. Aragorn (eða Viggo Mortensen í daglega lífinu). Hann er fullkominn endir á fullkomnum lista. Það verður að hafa það þó það lendi ýmsir úti í kuldanum…
En næsta nafn á kvennalistanum verður líka uppljóstrað hér. Það er engin önnur en Madonna. Hún flýtur með á reynslunni, been around og það allt, og eins vegna þess að mér sýndist hér í vetur að hún væri ansi hreint lunkin að kyssa. Svo ef hún kemur úforvarende að mér og fer að kyssa mig þá býst ég alveg eins við að svara á móti 🙂
Af öðrum málum. Þannig er mál með vexti að við familían erum að skipta með okkur eignum afa og ömmu. Það byrjaði sem sagt í dag. Nú er ég ýmsu ríkari. Ekki aðeins áskotnaðist mér (að minnsta kosti sem fósturmamma) alveg yndislegan rósóttan stól, heldur aumkvaði ég mér líka yfir gamla heimatilbúna jólatréð. Talandi um „little Christmas tree, looking sort of sad and lonely, just like me“… ekki það að ég sé sorgmædd og einmana en tréð hefði verið það ef ég hefði ekki séð aumur á því.
Fleira hefði mátt fylgja með í pistli dagsins en ég læt þetta nægja að sinni. Aumingja Óli og Eygló fá ekki svefnfrið fyrir mér, þegar ég sit í tölvunni langt fram á nætur…