Fulltrúi ungu kynslóðarinnar

Ég ætla ekki að draga lesendur neitt á fjórða nafninu á kvennalistanum mínum. Það skipar unga stúlkan á listanum, fædd 1981, Julia Stiles. Ég hef verið veik fyrir henni síðan í 10 things I hate about you, án þess svo sem að eltast við öll hennar verk. Svo virkar hún bæði klár og geðug, sem spillir ekki fyrir ef leiðir okkar eiga eftir að liggja saman. Annars komst ég að því áðan að ansi margir listameðlimir hafa komist á blað hjá People Magazine yfir 50 fallegasta fólkið (þetta hljómar nú betur á enskunni). Colin Firth, Viggo Mortensen og Heath Ledger eru allir á blaði þar (og eflaust George Michael líka ef þeir hafa einhvern smekk, en mögulega hefur Friðrik prins farið fram hjá þeim). Konurnar mínar eru líka svona efnilegar því þær hafa allar komist á blað á sama lista. Rosalega hef ég góðan smekk 🙂