Enn á barminum

Já, það er ekki laust við að það sé nett stress í gangi. Ógeðslega mikið sem bíður og ofan á allt var Strumpa lasin í gær. Heimurinn er svo harður að henni var skúbbað til Ráðhildar í morgun svo að ég fengi smá vinnufrið (ég er kannski ekki eins vond og þetta hljómar en þetta er samt harður heimur – maður fær ekki að vera veikur í friði, er hrint á milli aðstandenda og svo beint í pössun þegar heilsan lagast).

Ég býst frekar við, samt, að hlutirnir reddist svona eins og þeir gera venjulega. Hmm, hvað er það versta sem gæti gerst?