Öll að róast

Jamm, hvort ég er komin í alls herjar kæruleysisvímu eða er bara að ná áttum og yfirsýn, það er ekki gott að segja. En ég fór að minnsta kosti með töskuna heim um helgina og gerði smá – það átti að vera meira, en ég er raunsæ kona og er þakklát fyrir að það varð eitthvað úr verki.

Fórum í bíó í gær, hjónin. Það telst orðið til tíðinda. Fyrir valinu varð Cohen mynd; Bad Santa. Ég get alveg snarlega mælt með henni, sérstaklega ef þið eruð á annað borð fyrir Cohen. Kolsvört og tragísk. Ég fórnaði Krøniken, þarf þá að fara að horfa á hann við fyrsta tækifæri. Barnfóstran litla fékk meira að segja að fara með í bíó (sá skuldar mér mikið pass eftir að ég bar úr Fréttablaðið í 13 stiga frosti fyrir hann!!)

Svo virðist mér sem það þurfi að fara að sýklahreinsa íbúðina, ef ég á að treysta því að fá Fr. Sacher í heimsókn. Eða gefa henni vín við komu 🙂 Við erum amk strax farin að hugsa á gourmet nótunum fyrir helgina. Enn ein sukkhelgin framundan. Ahh þetta er indælt líf.