Kíkó

Ég held að okkur (eða sennilega ber ég stærsta ábyrgð) sé að takast að gera Strumpuna að algjörri pæju. Nú er aðal fjörið að vera með tíkó – hún pantar hann á morgnana og gengur svo um og sýnir (Sóley kíkó). Í gær fékk hún svo spennu (af því að ég var með spennu) og hún var alsæl með hana, nema þegar hún var sett í háttinn og fékk ekki að sofa með hana! Þetta getur bara endað með ósköpum 🙂

Það smá minnkar á todo listanum. Ég er samt hrædd um að það verði einhver vinna um helgina. Hún verður bara að bíða þangað til á sunnudagskvöld, svo maður geti verið svoldið sósjal.