Velheppnað uppeldi

Já, bíltónleikarnir eru aldeilis að skila sínu. Strumpan bað, hvorki meira né minna, um að hlusta á Nýdönsk í gær (eða með hennar orðum usta Ný-ösk). Það sló ört móðurhjartað, þetta gat maður kennt henni 🙂

Annars var henni skilað til dagmömmu í dalmatíu-búningi í morgun. Sætara barn hefur vart sést norðan Alpafjalla, og sú vissi af því. Eða eins og segir í laginu „Hún er vinsæl og veit af því“. Togaði roggin í búninginn í morgun, ef það skyldi fara fram hjá einhverjum hvað hún var fín.