Menningarpistill

Nú er ég orðin ein af genginu sem berst við að vera inn og hlusta á rétta tónlist. Fór á tónleika í gærkvöld með Mugison og fjölskyldu og sat þar innan um lopapeysuklíkuna og var væntanlega ein af aldursforsetunum. En mikið ljómandi var hann skemmtilegur. Ekki það að mér finnst alltaf frekar undarlegt að fara …

Dagur tvö

Það gekk að mestu leyti voða vel á leikskólanum í dag. Fleiri krakkar inni við og Strumpan var svona pínu sósjal. En þær leynast víða, the bitches! Ein ansi heimarík sem stjórnaði með harðri hendi. Og hin nýja sem ég nefndi í gær, virðist hafa ansi lausa hönd og ég missti algjörlega töluna á því …

Stóri dagurinn

Já, loksins kom hann, þessi stórmerkilegi dagur. Fyrsti leikskóladagurinn. Þau voru þrjú sem byrjuðu í aðlögun á deildinni í dag, þar á meðal Anna Margrét sem við þekkjum síðan á fæðingardeildinni. Strumpan var ákaflega hæversk til að byrja með og hékk í pilsfaldinum (eða buxnaskálminni) á móður sinni en var ögn farin að koma til …

Hjólreiðarnar

Það gengur verr og verr í VMA með hverjum deginum, erum búin að hrapa niður í 6. sæti og það er bölvaður Síðuskóli sem er efstur. Ég stend mig samt vel (íhugaði vel og lengi að guggna í morgun en gríðarleg sjálfsstjórn náði yfirhöndinni) og hef hjólað alla daga, með góða Ipodinn í eyrunum. Aðalhjólamúsíkin …

Menningarpósturinn – taka þrjú

Ætli ég afgreiði ekki tónleika krúttlega gæjans bara fljótt og örugglega. Þeir voru óskaplega skemmtilegir og uppvekjandi að því leyti að það rifjaðist upp fyrir mér að ég hef í raun býsna gaman af píanótónlist. Svo kannski ætti maður að gera meira af því að setja svoleiðis undir geislann. En því miður hafa engar fregnir …