Ég velti fyrir mér hvort það séu margir sem lenda í því að fá spurninguna hvort það sé ekki leiðinlegt í vinnunni þegar þeir segja hvað þeir gera. Þetta kemur iðulega fyrir mig þegar ég segist kenna dönsku. Rosalega getur fólk verið mikið fífl. Væri ég ekki mögulega að gera eitthvað annað ef mér þætti …
Monthly Archives: september 2005
Klukkstund
Eftir langa og erfiða fæðingu -Ég hef drukkið kaffi frá sex ára aldri. Ömmu fannst það ekki það versta sem krakkar gætu fengið sér (og reyndar ekki sykur oná allt – slátur, rúgbrauð, gúrku etc.) -Ég er með bilaðan líkamstermóstat. Venjulega er ég föst á frosti og þá elska ég lopapeysuna mína og lopateppi og …
Ferðasagan
Ég mæli með -að sofa út í þrjá daga -að fara í gamla bæinn í Varsjá og kaupa málverk af götulistamanni -að hafa kómísku gleraugun á Ég mæli ekki með -fólki sem talar bara pólsku -mat í Póllandi -austur-evrópsku þjónustustigi (allt hæææægt) Á hvorki né listanum lendir svo -Radisson SAS (það var hægt að fá …
Talið niður í Pólland
Í gær átti ég eftir að kenna 10 tíma áður en ég færi til Póllands, í dag fjóra. Júhú. Ég er komin með lista yfir það sem ég ætla að athuga með verð á: -gleraugu (efast um að ég kaupi, en samt) -farsíma (6 er að verða ónothæfur hnappur) -peysur, hlýjar, til vetrarins -dragt (alltaf …
Afmælismánuður
September er mikill afmælismánuður. Þannig er í dag afmælisdagur afa, hann hefði orðið 92 ára í dag. Kannski maður ætti að gera eitthvað í tilefni dagsins? Opna rauðvín? Læt fylgja með eina sögu af Strumpu. Þegar ég var að setja hana í bælið í fyrrakvöld, lét ég hana „lesa“ og syngja fyrir mig. Hún tók …
Leslistinn
Er rétt búin að ljúka bók sem ég keypti fyrir ári eða svo, á Kastrup. Sú heitir Diary of a mad mother-to-be eða eitthvað álíka (ég er annars eitthvað voða slæm með titla þessa dagana, svo sennilega er ekkert að marka þetta). Hún er ágæt, svona nettur Bridget Jones fílingur, og gaman að lesa hana …
Lausnin fundin
Jæja, þá er úlpukrísunni lokið í bili og allir geta dregið andann léttar („hún hættir þá amk að blogga um það, bölvuð“). Ég hef fundið lausn sem allir geta verið sáttir við. Málið er saltað fram yfir Pólland. Ef ég eyði ekki fullt af pening í Póllandi er mér frjálst að kaupa úlpuna en annars …
Póllandspælingar
Ég er búin að skoða heimasíðu hótelsins í Póllandi til að skoða hvað er mikill lúxus í boði. Við skulum átta okkur á að ég hef ekki verið á fimm stjörnu hóteli áður, svo það er óvíst hvað ég næ að skoða Varsjá vel 🙂 Ég er alla vega ákveðin í að nýta mér öll …
Úlpukrísa
Álpaðist inn í Sportver í fyrradag og mátaði þar af einhverri rælni úlpu sem ég sá. Hún var í svo voða sætum litum, ólívugrænum meðal annars og mér fannst hún virka fín. Það versnaði heldur betur í því þegar ég mátaði hana, því ekki nóg með að úlpuskömmin væri fín – ég var líka fín …