Dejlige Danmark

Jamm Danmörk var nú yndisleg – som altid selvfølgelig. Hvað þarf maður að segja? Julebryg, æblæskiver, brændte mandler, juleglög – dásamlegt. Og ekki spilltu jóla-Tívolí, Fields og Fisketorvet fyrir. Ég held að ég þurfi að gerast áskrifandi að Kaupmannahöfn í desember. Keypti eitt og annað, mun núna líklega eiga besta DVD safn landsins af dönskum myndum, það verður gaman að fara að horfa. Svo og ýmsar bækur, danska krimma (Sara Blædel), fyrstu tvo hluta af Kronprinsesse trílógíunni og tvær eftir Alexander McCall Smith – búin að lesa þá fyrri (Sunday Philosopher’s club – hreinn unaður) sem og nostagískar barnabækur, Barbapabba og Emil í stuttu myndskreyttu útgáfunni. (Hvað heita aftur Barbabörnin öll – þau heita víst bara Barbarød og -grøn og svo framvegis á dönsku).
Hef verið að vinna upp gamlar syndir síðan ég kom til baka – fjarkennsluskemmtilegheit en stefnir óðfluga í jólafrí. Enda bíður margt, ekkert jólakort verið skrifað enn, en reytingur af gjöfum reyndar keyptar í útlandinu. Jólakortamyndin farin í framköllum, það er alltaf stórt skref.
Tíðindi þau helst að Anna sys ætlar að koma heim (nota bene heim) um jólin. Það er bara gleði.