Úlpublogg

Fyrir áhugasama sem muna enn 20 þúsund króna úlpuna mína (sem reyndist við nánari eftirgrennslan hafa verið MEÐ snjóbuxum, actually) þá skal hér upplýst að ég keypti mér úlpu í HogM, á tæpar 3 þúsund krónur, öllu hagstæðara, þó hin hafi kannski verið svona meiri gripur. Sú hin nýja er líka græn 😉 og ég splæsti mér í húfu, trefil og vettlinga við, í stíl, eitthvað sem hefði glatt ömmu gömlu óskaplega.

Svo vil ég absolut mæla með nýja disknum hans Magnúsar Þórs. Ég slysaðist til að hlusta á útgáfutónleikana í útvarpinu og kollféll. Nammnamm. Keypti diskinn við fyrsta tækifæri og hann rennur einstaklega vel um eyrun.