Nú árið er liðið

Kæru lesendur – takk fyrir lesturinn á gamla árinu og gleðilegt nýtt lesár.

Upprifjun eftir jólin. Allt var eins og það átti að vera (nema hvað ég saknaði kirkjuferðar á aðfangadagskvöld, it’s just not meant to be), góður matur, notalegheit og gaman að fylgjast með Strumpunni vaxa til vits og ára.

Jólagjafirnar frá mínum nánustu standa upp úr – ixus frá mínum heittelskaða, ég lofa að setja inn sýnishorn síðar, -ABBA, the movie, frá systur (búnar að horfa saman, með áfastri gæsahúð), Eurovison afmælisdiskur frá bróður og mágkonu, ég á þann konfektmola eftir og að lokum handarafsteypa í gips frá elskulegri dóttur minni.
Að öðru leyti var auðvitað margt góðra gjafa, danskar dvd myndir, kaffi, tónlist o.s.fr.

Spilað með reglulegu millibili, meðal annars Kvikmyndaspilið, fær ágæta einkunn, nýja Trivial Pursuit, ok, Catan, sameoldsameold og að lokum nýja hittið – Rapidough, leirspilið ógurlega sem sló í gegn hjá okkur systrum. Mæli með því, þó svo menn séu gersneyddir listrænum hæfileikum. Það telst síðan til tíðinda að ég spilaði Catan í gær í spilaklúbbnum og vann!!! First time ever.

Átti gott gamlárskvöld með ofurgeðveikum mat. Þar bar hæst önd og gæs ala Ármann, títuberjalamb ala Mummi, grafið lamb ala Helgi og graflax úr Nettó 🙂 Við sátum tvö skötuhjúin yfir skaupinu (gubb gubb nema hvað hið óvænta kom í ljós, Björgvin Frans getur verið fyndinn – hver vissi það?) og röltum út á horn yfir blá-áramótin og nutum ártals og ljósa í boði annarra.

Myndasýning er í boði á 123.is/muha fyrir þá sem vilja að auki fá fréttaannálinn í myndum.