Ég skráði víst nafn mitt á spjald bloggsögu Eyglóar og Pez til að fá að vita eitt og annað sem þeim datt í hug um mig og í framhaldi af því skulda ég tvö svör.
Annars vegar er það spurning Eyglóar – hvað heillar mig við ketti og hins vegar spurning pezkallsins -hvað var það í fari Mumma sem heillaði mig fyrst?
Svarið við fyrri spurningunni er sú að ég er kattahvíslari og var köttur í fyrra lífi. Þar fyrir utan eru þeir hlýir og góðir og mala notalega og ilma (oftast) vel. Svo þegar maður á þrjú dásamleg eintök er auðvitað hægt að tala endalaust um alla kostina.
Svarið við seinni spurningunni hlýtur að vera rassinn. Ég kleip hann að minnsta kosti alveg nógu mikið strax 🙂 – það kom einnig fljótt í ljós að hann var góður að kyssa. Ef ég nefni eitthvað í sambandi við persónuna, þá gladdist ég fljótt yfir því að hann hataði ekki dönsku (enda bara búinn að læra sænsku) og svo held ég að það hafi verið húmorinn sem rak endahnútinn. Ég hef alltaf verið svag fyrir góðum húmor.