Bílapælingar

Það hefur legið fyrir síðustu mánuði að huga að bílamálum, þar sem Corollan er í leigu sem rennur út í byrjun mars. Vitandi að þetta er algjör frumskógur – kaupa (og þá spurning með bílalán, bílasamning) eða leigja, síðan er það nýjan eða notaðan og að lokum hvaða tegund?? Þetta er meira en að segja það og þess vegna höfðum við vaðið fyrir neðan okkur og fórum snemma af stað að skoða.
Einu hugmyndirnar sem við höfðum í kollinum voru þær að það gæti verið gott að vera á fjórhjóladrifnum – aðstæður í Möðruvallastrætinu eru stundum þannig, svoldið asnaleg aðkoma í götuna. Svo var bara mátað og skoðað. Um stund vorum við skotin í Mitsubishi Outlander – þeir eru voða sætir og skemmtilegir að mörgu leyti, síðan færðist ástin yfir á Subaru Imprezu – það er alveg fantagott að keyra þá, en nýjasta ástin er – og allt útlit fyrir að það haldi, þessi hér.
Hann er býsna flottur, svona þegar maður venst honum, mjög framúrstefnulegur og gríðarlega gott að keyra hann. Svo er hann umhverfisvænni en gengur og gerist (Subaru eyðir náttúrulega eins og mofo) og hlaðinn aukabúnaði. Svo hver veit, kannski verðum við komin á svona eintak eftir tæpa tvo mánuði. Júhú.