Ég er orðin systir :)

Ég gleymdi að segja frá því að ég var formlega tekin inn í LC á miðvikudagskvöld. Það var mjög áhugaverður fundur – aðallega fyrir þær sakir að mér sýnist að enduruppeldið á mér sé að skila sér.
Þannig var nefnilega að til okkar kom Sunna Borg en hún er orðin hómópati og var að segja frá þessum undraheimi öllum. Nema hvað, ég sat og fussaði inni í mér yfir allri dellunni sem rann upp úr henni. Það er bara ekki til sá hlutur sem er ekki hægt að laga eða minnsta kosti bæta með þessum fínu pillum. Það er reyndar ekki hægt að lækna krabbamein og aids og svoleiðis leiðindapestar en maður getur að minnsta kosti fengið eitthvað gott við því sem lætur manni líða vel.
Ég veit reyndar ekki hvernig ég hefði tekið þessu fyrir ári eða tveimur, sumt kemur mér strax fyrir sjónir sem bull en öðru er ég opin fyrir. En eitthvað segir mér að áróðurinn heima fyrir sé að síast inn. Maður verður nú samt að standa fast á sumu!!!