Menningarlega uppeldið

Það var leikhúsferðin í gær. Við litla fjölskyldan að sjá Kardemommubæinn í uppfærslu Freyvangsleikhússins. Það er skemmst frá að segja að sýningin er unaðsleg. Stundum pínu sveitó en oftar ótrúlega vönduð. Afar flott leikmynd, mjög skemmtilegur leikur hjá mörgum en pínu ofleikur hjá öðrum. Það skrifast væntanlega á Sunnu Borg. Það á að berja fólk …

Bakkakötturinn

Það er kominn tími á að kisumamman standi undir nafni og komi með kisusögur og eins og stundum áður tengjast þær mat. Prinsi minn er aðal sökudólgurinn í málinu eða liggur alla vega alltaf fyrstur undir grun. Í síðustu viku vorum við eitthvað nísk á matinn, hvort það var fyrir nóttina eða eftir morgunmatinn. Að …

Sveitin fátækari

Í gær lést tengdaafi í sveitinni eftir rétta viku á sjúkrahúsi. Ekki óvænt, því hann var búinn að vera lélegur lengi. Við höfðum þekkst í rúm níu ár, hittumst fyrst jólin ´96. Okkur kom afar vel saman, enda varla hægt annað. Hann hafði afar notalega og hlýja nærveru. Yfirleitt rólegur, talaði lágt og fór lítið …

Stytting eða öllu heldur skerðing náms

Það brennur mikið á manni þessa dagana sú fyrirhugaða framkvæmd Þorgerðar Katrínar að skera stúdentsprófið niður. Af einhverjum ástæðum eru margir sem halda að kennarar séu bara að mótmæla af því að þeir eru svo hræddir um að missa starfið. Ég held að það séu fæstir í þeirri stöðu. Hins vegar sjá þeir ekki að …

Ofát og sund

Langur og leiðinlegur dagur í vinnunni í gær. Endaði á maraþonfundi þar sem formaður Félags framhaldsskólakennara reyndi að réttlæta samningana við menntamálaráðherra. Hún náði vægast sagt ekki að kristna mig og fæsta hér held ég. Ég var ekki í stuði til að gera eitt né neitt þegar ég kom heim um sex. Þar af leiðandi …

Fjarkinn

Óli fær litlar þakkir fyrir að klukka mig – urr. Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina: – við pökkun á gömlu Kjötiðnaðarstöð KEA – á kassa í Hagkaup (*hrollur*) – á sambýli fyrir þroskahefta – kennari Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur: – Flambards-seríuna e. KM Peyton (á því miður …

Ný græja í hús

Enn á ný staðfestist að maður á ekki að versla við Siemens-búðina. Erum búin að vera þar til að skoða magnara (í ljósi þess að dvd spilarinn breyttist í vinyl-plötuspilara) og sáum í leiðinni alveg forláta kaffimaskínu sem við urðum skotin í. Gældum við að kaupa hana, skoðuðum um hana á netinu og svona og …