Afmælisbarn dagsins

Dóttir mín elskuleg er þriggja ára í dag. Hefur beðið lengi eftir þessum áfanga, verst hvað það er þá langt í næsta. Hún átti góðan dag í gær með heilmikilli veislu og aumingja þið sem fengum ekki kökur. Við fórum hamförum í bakstri. Verst að það var lítill afgangur.
Fröken fékk margt góðra gjafa, tvær „barbie“ dúkkur og einn „barbie“ hest – annars staðar þekktur undir heitinu my little pony. Hún á svo von á öðrum frá foreldrunum í dag. Ýmislegt fatakyns sem vakti líka heilmikla lukku, sem betur fer er hún móttækileg fyrir öllum gjöfum.
Við vöktum hana með söng í morgun (fyrst hún svaf lengur en við svona for change) og hún var heldur betur ánægð, annar í afmæli. Við eigum síðan von á gestakomu nrII seinni partinn í dag.