Eurovision speki III

Á laugardaginn fyrir viku horfði ég á Eurovision með Önnu Lilju og Benna og skráði hjá mér athugasemdir en hef ekki komið mér að því að setja þær inn fyrr en nú. Svo here goes.

Litháen: Enginn húmor fyrir þessu. Verði ykkur aððí – Litháar, þið sigrið enga með þessu. 0 stig.

Portúgal: Allt er gott á eftir Litháen – ágætt viðlag líka en söngurinn ekki upp á marga fiska. 2 stig.

Svíþjóð: Því miður virðist Carola alltaf vera niður á við. Främling klárlega hennar besta lag, síðan Fångat av en stormvind og núna þetta. Og ef hún ætlar að syngja það á ensku er það klár mínus. En Carola er samt klár. Hún fær 3+ stig.

Eistland: Svo sem alltílæ – enn einn ABBA stuldurinn (Does your mother know kom þarna lítillega við sögu) ágætt á köflum samt. 3 stig.

Bosnía- Hersegóvína: ZZZZZZZZ 0 stig.

Ísland: Silvía fær að sjálfsögðu fullt hús stiga þó svo mér finnist lagið síðra á ensku. En ég á reyndar ekki von á henni upp.

Hér vorum við dómnefndin nokkuð samdóma – nema um Bosníu???
Ég segi Ísland, Svíþjóð, Eistland, Portúgal, Bosnía og Litháen, en þeir pota Bosníu efst og síðan sömu röð og ég.